Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Adelaide, SA, Australia

fimmtudagur, júlí 01, 2004

DJÖFULL ERUÐI FLOTT!!

Eg verd nu bara ad segja þad.... DJÖFULL ERUDI FLOTT!!! kannski eruði öll sofandi nuna... klukkan hja mer er nákvæmlega 20:43 og er buin ad gera SVO alltof mikid i dag... allavega eg og strakarnir vid kiktum i the center of Redmond... þar var sko margt ad sja.. vid forum og skodudum brettagard, þar sem aðaltöffarar Redmonds voru samankomnir a hjolabrettum... sjit hvad þeir voru TÖFF!! eg verd ad slást i þennan töffarahóp...hehe þarna voru samakomnir töffarar a öllum aldri... þad voru tveir sem ad vöktu sérstaklega athygli mina... annar var svo vel girtur a fertugsaldri ( ekki mjög töff) eg veit ekki alveg hvad hann var ad gera þarna... og hinn var svo svalur og svo ber ad ofan og hann var svo mikid ad syna sig að þad for alveg med hans tækni.. og hann bara what the fuck is wrong og skodadi svo brettid sitt vandlega... haha frekar fyndid! og hann fór líka alveg med þad þegar hann blikkadi okkur og bara whats up... eg gat ekki annad ed flissad fra mer allt vit!!!
Eftir þessa skemmtilega stund þa forum eg og strákarnir ad versla a mig boli... þeir voru mjog samvinnuþýðir og ekkert ad spara sínar skoðanir a flíkunum... en þad endadi med þvi ad eg gekk út med 4 boli og nokkuð montin bara med sjálfan mig :) en svo nenntum vid ekki lengur ad vera i bænum þannig ad stefnan var tekin a sundlaugina og sólbad.... við erum þokkalega cool gengi held eg, allavega virdist laugin alltaf tæmast þegar vid komum askvaðandi... á einhvern hátt sem ad er mer óskiljanleg þa náðu þeir ad kasta mer útí.... þar sem mer var næstum því DREKKT!! eg var svo máttlaus eftir allan hitann ad eg gat enga björg mer veitt og þeir gengu i skrokk a mer eins og eg veit ekki hvad ( bitid, lamid og klórad) ó aumingja eg... en eg nádi ad skrída uppúr lauginni og í sólbad aftur... var pínu aum... þeir voru alveg af MISSA SIG I ÆSINGNUM... bjarni er næstum þvi jafn stór og eg og MJÖG sterkur... hey af hverju var mer ekki sagt ad eg þyrfti ad vera 100kg, hreinn massi og yfir 1.90 á hæð?? getur einhver svarad því??
Ég veit ekki alveg hvada hugmynd folkid herna hefur um okkur... en allavega þa hugmynd ad vid erum mjög HÆTTULEG.....
Þegar vid komum heim ur sundi beid okkar ilmandi lasagne sem var unaðslegt nema þad var svo mikill æsingur i bjarna ad helmingurinn af matnum hans kom aftur upp og a stofugólfid.... eg átti bágt med ad springa ekki úr hlátri... eg þurfti svo ad taka a honum stóra mínum til ad tryllast ekki... og árni var nottla alveg ad deyja úr hlátri, Huld var ekki sátt!! VÁÁÁ hvad eg þarf ad þroskast..... :):)
Þetta er ekki búid... eftir allan hasarinn þa skellti eg mer í gymmið og þar eignaðist eg sko vinkonu, hún heitir Emma og er ad vinna hja microsoft... hún sagdi mer frá öllu!! Risastóru molli, skóla sem ad eg get farid í og einnig sagdi hún mer frá gedveikri líkamsræktarstöð í Seattle þar sem er ALLT! margar sundlaugar, trilljón tæki, risastór gufa og allskonar tímar( t.d jóga, erobikk, dans ofl ofl ofl) og þar sem eg er bara búin ad búa herna í 3 daga og ennþa ad átta mig a öllu þa ætladi hún næst ad segja mer fra öllum helstu klúbbunum i Seattle... JAHÚÚÚUÚÚ´!!! nú eru sko hjólin farin ad snúast.....
Eg klökknadi næstum því dag þegar árni og bjarni sögdu mer þad í trúnadði ad eg væri langskemmtilegasta barnfóstra sem ad þeir hefðu haft.... komu sma tár.... nat naglar gráta ekki !! en eg held ad þad se bara af þvi ad þeir geta látid öllum illum látum hja mer... svo kann eg líka ekki ad segja nei...:)
jæja eg er alveg ad drepast.... þarf ad fara ad hvíla lúin bein.... hey þad drap mig næstum þvi geitungur i dag... ÉG HATA GEITUNGA!! þeir eru óþolandi og eg hata þá... alltaf fyrir mer, og eg þoli ekki þetta vonleysi sem eg eg fyllist þegar þeir eru nálægt mer.... geitungar og flugvélar... þoli þad ekki!!
jæja eg er farin!!
elska ykkur sugapillos :=)

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Samkvæmt lýsingunum á meðferðinni sem þú færð þarna þá mætti halda að drengirnir sem þú ert að passa séu 100 kg, geðveikir massar og yfir 190 cm á hæð. Manni sýnist að þér veiti ekki af aðstoð við þetta, annars segi ég bara stay alive and keep on beeing cool.
-Gestur-

12:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Guðný mím. Það eru bara liðnir 4 dagar eða svo. Ekki láta þá ganga af þér dauðri, það eru 11 mánuðir eftir....
Hlakka til að sjá þig á lífi þá.

1000 kossar
Sæja

2:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn ! þú mátt gefa mér eitthvað af þessu dugnaðar ofur geni - Ég sofnaði kl 18 í gær og svæfði helga í leiðinni, svo vaknaði ég kl 23 í gærkvöldi fékk mér 2 bjóra laumulega og hélt svo áfram aðsofa í alla nótt ! erum að pæla í útilegu í þórsmörk um helgina eða laga til í íbúðinni og flytja inn eða ættarmót ! - verð bara syfjuð að hugsa um þetta .....love you þín Halldóra Kristín

4:18 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim