Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Adelaide, SA, Australia

mánudagur, júlí 05, 2004

JA HÉRNA....

Góðan og blessaðan....
úff nú er klukkan bara adðeins 15:31 og þad er sko búið ad ríkja alvarlegt stríðsástand hér á þessum bæ.. þar sem saklaus líf voru í húfi (þ.e.a.s mitt og james..) eg var í rólegheitunum inni i herberginu mína ad glugga í hjúkrunarfræðibækurnar minar( sem eg by the way burðaðist med alla leid frá íslandi af því ad eg ætla ad vera svo dugleg ad læra... sjáiði til )mér fannst eg ekki vera i neinni lífshættu fyrr en strákarnir brutu næstum þvi upp hurðina hja mer og bara KOMUM I SUND!!! mér leist ekki alveg nógu vel á þá hugmynd þar sem eg sá að þeir voru i hættulegum ham og líka vid þad ad SPRINGA... þannig ad eg var endalaust bögguð af þessum dónabókum..( eins og þeir kalla þær) eitthvad hálf dónalegt ad skoða mannslíkamann eda meira beinagrindur... og traðkad á mér þangad til ad þeir fóru ad slást inni hjá mer... ég var nú fljót ad henda þeim fram áður en allt yrdi skemmt inni hja mer, þó ad það sé nú ekki mikið hægt ad skemma núna þá hafði eg áhyggjur af útvarpstækinu minu og ef EITTHVAD kemur fyrir tækið þá sparka eg i einhvern mjög fast...allavega þá enduðu slagsmálin frammi þar sem íbúðin var nærri því lögð i rúst... allir stólar á gólfinu, lampinn á hvolfi, fullt af blöðum einnig í rúst a gólfinu og Huld alveg crazy... mér leist ekki a blikunu!! Þannig ad Huld og strákarnir fóru i sund... og eg og james höfum þad bara alveg prýðilegt hérna tvö heima, hann liggur á gólfinu sofandi ( mesta krútt i heimi) og eg er að lesa um krabbamein... merkilegt hvad madur verdur alltaf þreyttur vid ad lesa svona uppbyggjandi og fræðandi bækur, alveg med ólíkindum...... :) þannig ad eg er ad stelast i tölvuna enn eina ferdina.. eins gott ad james kjafti ekki.... Þetta litla kríli svaf annars ekkert í nótt, hélt vöku fyrir öllum nema mer... merkilegt! eg var reyndar i villtum draumförum þar sem eg var aupair hja Pamelu Andersson... hvad er málið? mig dreymir svona 3 drauma á nóttu... eg var lika komin aftur heim til íslands og eg man að eg var ad kveikja a símanum mínum... hehe eg svaf allaveg a mjög vel :=)
Fyrsta helgin min i langan tíma þar sem eg er bara í rólegheitum, vid horfðum a mynd i gærkveldi og höfðum þad bara kósý... alveg ótrúlegt hvad madur er fljótur ad tileinka sér bandaríska siði, fólkið i þessu hverfi hérna er frekar rólegt bara, eg hef allavega ekki þefað upp nein villt perty ennþá... en þad kemur a endanum.... eg mun finna út hvar pertýin eru haldin HELL YEAH!!! bíðiði bara.....
Annars reikna eg med ad vid kikjum i bæinn þegar litlu óargadýrin koma heim úr sundinu... þad er sko nóg um ad vera... :)
Þad eru 10 dagar í afmælið mitt... eg hlakka sko til !!! eg er svona ad vona inni mer ad mér berist mörg tonn af kúlum frá íslandi, þad yrdi ekkert smá NICE :) eg sakna þess ad borða kúlur... umm leyfa þeim ad bráðna uppi í mér ... :)
jæja best að fara ad gera eitthvad... kannski eg leggist bara hja james og hvíli mig.... æjj madur má nu ekki ofreyna sig, eg verð ad fara vel med sjálfan mig.... hehehe
verið sæl ad sinni litlu kiðlingar... vonandi eruði ekki þunn.... eg mæli þá med ísköldu kóki :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim